Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það geta verið mikilvægt fyrir lífeyrissjóðina að taka þátt í fjármögnun og uppbyggingu Landsvirkjunar. Hann vill þó ekki að það verði með kaupum á hlutabréfum heldur með því að veita víkjandi lán til verkefnafjármögnunar.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi í Valhöll á laugardaginn að skoða ætti þann möguleika að selja þriðjunghlut í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir hugmyndina hinsvegar fráleita.