Þegar Grikkir eru í þeirri stöðu að taka á sig þvingaðar og sársaukafullar fórnir verða stjórnmálamenn að fara á ganga á undan með góðu fordæmi, segir Karolos Papoulias, forseti Grikklands. Hann hefur sagst vera reiðubúinn að afsala sér þeim launum sem hann fær frá gríska ríkinu.

Fram kemur í fjölmiðlum að forsetinn hafi um 300 þúsund evrur í laun á ári eða sem samsvarar um 48 milljónum íslenskra króna. Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, segir að þetta sé táknræn ákvörðun lýsi persónu forsetans, ekki síst þegar horft sé til þess að krafist sé mikilla fórna af grísku þjóðinni.