Þeir Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Alastair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, ættu að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á því að beita hryðjuverkalögum á íslensk fyrirtæki með starfsemi í Bretlandi í bankahruninu 2008. Það gerðu þeir ekki. Ólafur segir í löngu viðtalið við netmiðilinn Business Insider International hafa vonast til að sjá slíkt í nýlegri sjálfsævisögu Darlings. Beiting hryðjuverkalaganna í Bretlandi sýnir taugatitringinn og vandræðaganginn sem einkenndi ríkisstjórn Brown á sínum tíma, að sögn Ólafs.

Í viðtalinu fer Ólafur yfir bankahrunið, aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að málum hér, endurreisn efnahagslífið og forsetakosningarnar. Hann segir samstarfið við AGS hafa reynst farsælt og telur starfsmenn sjóðsins hafa lært mikið af störfum sínum hér um endurreisn eftir kreppu.

Ólafur fer jafnframt yfir Icesave-málið. Hann bendir á að þrotabú Glitnis og Kaupþings hafi greitt þeim sem áttu innstæður á reikningum í öðrum löndum hafa verið endurgreitt. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hefði fremur átt að bíða og sjá hvort þrotabú Landsbankans gæti gert slíkt hið sama, sem raunin varð. Í staðinn hafi þau í óðagoti greitt þeim sem áttu eignir á reikningum bankans innstæðutrygginguna án þess að ráðfæra sig við stjórnvöld hér.

Hann segir sömuleiðis að í framtíðinni verði að búa svo um hnútana að komið verði í veg fyrir að skattgreiðendur verði látnir borga brúsann þegar bankar og fjármálafyrirtæki fari á hliðina.

„Ef það á að byggja upp heilbrigðara fjármálakerfi í Evrópu, þá held ég að það sé ekki gott fararnesti að senda þau skilaboð til bankastarfsmanna að þeir þurfi ekki að sýna ábyrgð í rekstri og getið tekið eins mikla áhættu og þeim sýnist. Ef þeir allt gangi  upp verði þeir ríkir en aðrir borgi fyrir mistökin,“ segir Ólafur.

Viðtalið við Ólaf Ragnar Grímsson