Hu Jinatio, forseti Kína, segir að núverandi gjaldmiðlakerfi heimsins sé barn síns tíma og að það snúist um of um bandaríska dollarann.

Jintao heimsækir Bandaríkjaforseta síðar í vikunni en hann tjáði sig við Washington Post og Wall Street Journal í tengslum við heimsóknina. Þar gagnrýndi hann ákvörun Seðlabanka Bandaríkjanna um að dæla 600 milljörðum dala inn í efnahagskerfið. Telja margir að innspýtingin veiki dollar á kostnað útflutnings annarra þjóða.

Gagnrýni á peningastefnur þjóðanna gengur í báðar áttir en Bandaríkjamenn hafa talið Kínverja halda gengi júansins of veiku.