Guðni Th. Jóhannesson hefur staðfest búvörulög. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu .

Ný búvörulög voru samþykkt á Alþingi 13. september með 19 atkvæðum eins og kom fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins .

Búvörusamningarnir sem að gilda til tíu ára hafa verið nokkuð umdeildir. Efnt var til undirskriftarlista þar sem forsetinn var hvattur til þess að synja lögunum og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Um 4000 manns skrifuðu undir undirskriftarlistann. Forsvarsmenn hans töldu að það væri með öllu ótækt að „binda hendur þings og þjóðar næstu 10 árin með slíkum samningi og að kostnaður neytenda vegna þessa samnings, sem er áætlaður um milljarður á mánuði næstu 10 árin, sé alfarið óásættanlegur og óréttlætanlegur.“