Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp til breytingar á stjórnskipunarlögum þar sem lagt er til að frambjóðandi verði að fá meirihluta atkvæði í kosningum til forseta íslands. Ef enginn fái meirihluta þá verði kosið aftur milli tveggja hæstu frambjóðenda og sá sem fái fleiri atkvæði í seinni umferð verði þá kjörinn forseti.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að „með þessari aðferð fáist skýrari og meira afgerandi niðurstaða í forsetakosningum sem endurspegli betur raunverulegan vilja kjósenda.“

Einnig er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti það gerst að forseti hafa hvorki stuðning meirihluta kjósenda, né að hann hljóti meirihluta gildra atkvæða en í tilvikum þar sem margir eru í framboði og atkvæði dreifist jafnt þá kann forseti að hafa lítinn stuðning á bak við sig.