Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis þann 11.09.12.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis þann 11.09.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Við athöfnina munu forseti Íslands, formaður stjórnar Nýsköpunar­sjóðs námsmanna og fulltrúi nemenda í stjórn sjóðsins flytja ávörp.

Fimm verkefni eru tilnefnd til verðlaunanna í ár:

  • Hjólaleiðir á Íslandi sem unnið var af Evu Dís Þórðardóttur og Gísla Rafni Guðmundssyni.
  • Hönnun á rafsegulfastefni, verkefni sem Fannar Benedikt Guðmundsson vann.
  • Myndræn framsetning uppskrifta sem þeir Kai Köhn, Karl Andrés Gíslason og Marínó Páll Valdimarsson unnu
  • Myndræn málfræði fyrir börn greind með einhverfu og málhömlun, unnin af Karen Kristínu Ralston.
  • Útsetningar á íslenskum þjóðlögum fyrir einleiksfiðlu og fiðludúó; þær gerði Sigrún Harðardóttir.