Ólafur Ragnar Grímsson,forseti Ísland, er búinn að staðfesta ný heildarlok um fjölmiðla. Hópur fjölmiðlamanna hafði staðið að undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.fjolmidlalog.is sem hvatti forsetann til að skrifa ekki undir lögin. Rúmlega 4.000 manns höfðu skrifað undir listann í morgun.

Vísir.is greindi frá því ó morgun að staðfesting forsetans á lögunum hefði verið tilkynnt í Stjórnartíðindum og að hún væri þar dagsett þann 20. apríl, eða síðastliðinn miðvikudag.

Nokkur styr hefur staðið um lögin, sérstaklega vegna þess að með þeim verður til stjórnsýslustofnun, fjölmiðlanefnd, sem hefur eftirlit með starfsemi fjölmiðla og getur gripið inn í hana við ákveðnar aðstæður.

Við afgreiðslu laganna á Alþingi greiddu 30 þingmenn atkvæði með lögunum en 14 þingmenn voru á móti, allir þrettán þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk eins þingmanns Framsóknarflokksins 19 þingmenn voru fjarverandi á meðan að atkvæðagreiðslan fór fram.

Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir önnur fjölmiðlalög þegar þau voru afgreidd frá Alþingi árið 2004. Inntak þeirra snérist aðallega um hömlur á eignarhaldi á fjölmiðlum. Það var í fyrsta sinn sem forsetinn synjaði staðfestingu laga. Síðan hefur hann í tvígang neitað að samþykkja lög um Icesave eftir að Alþingi hefur samþykkt þau.