Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að staðfesta breytingu á sérstökum lögum um veiðigjöld. Hann sagði breytinguna á gjaldheimtuna tímabundna. Lögin voru afgreidd á Alþingi í síðustu viku.

Breytingu á sérstökum veiðigjöldum var mótmælt en um 35 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftarlista þar sem leitað var eftir því að forsetinn setti málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigurður Ingi Jóhannsson , sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undraðist viðbrögðin við frumvarpi um lækkun sérstaka veiðigjaldsins í júní og sagði að hefðu engar breytingar verði gerðar á þeim þá hefði það þýtt að engin veiðigjöld hefðu verið lögð á á næsta fiskveiðiári.

Ólafur sagði á Bessastöðum þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni bera fulla virðingu fyrir þeim sem stóðu fyrir söfnun undirskriftanna. „Bæði ég og stjórnvöld eiga að taka mark á þeim í næstu lotu málsins,“ sagði hann.