Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis þann 11.09.12.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis þann 11.09.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var 94 heila daga erlendis á síðastliðnu ári. Þar með eru taldir frídagar hans erlendis. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttir. Það lætur nærri að hann hafi verið erlendis, fjórðungur úr ári. Heildarkostnaður við ferðir forsetans námu 7,9 milljónum.

Ferðirnar eru margar og misjafnlega dýrar. Dýrasta ferðin var ferð á  ráðstefnur um norðurslóðir í Washington, fundir með þingmönnum í öldungadeild Bandaríkjaþings, aðrir fundir í Washington og þátttaka í ráðgjafanefnd Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku. Sú ferð kostaði 1,3 milljónir króna. Fram kemur í svarinu að forsetinn greiddi kostnað vegna ferða í einkaerindum úr eigin vasa.

Heildarkostnaður vegna ferða Dorritar Mousieff forsetafrúar á öllu árinu var 915 þúsund krónur.