Kristján Möller, samgönguráðherr opnaði formlega sýninguna Verk og vit í Laugardalshöllinni síðdegis í gær. Það er AP almannatengsl ehf. sem standa fyrir sýningunni, en þar kynnir mikill fjöldi iðnfyrirtækja og söluaðila vörur sínar sem stílaðar eru á verktaka og raunar alla þá sem í framkvæmdum standa

Í tengslum við sýninguna var haldin fyrr um daginn ráðstefna um skipulagsmál og fasteignamarkaðinn undir yfirskriftinni „Skipulag eða stjórnleysi?“ Markmið ráðstefnunnar var að varpa ljósi á þróun skipulagsmála og horfur.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .