Efnahagsmál verða efst á baugi á Alþingi í dag, en fundur hefst kl. 13.30.

Geir H. Haarde forsæt isráðher ra flytur skýrslu um efnahagsmál og að því búnu verða umræður um hana.

Þingið sem hefst í dag er framhald af löggjafarþinginu sem frestað var í maí sl. Þetta er hluti af nýjum þingsköpum Alþingis. Þingið mun starfa næstu tvær vikurnar og eftir það verða frestað fram í byrjun október.

Auk efnahagsmála má búast við því að umræður verði um stjórnarmál sem ekki náðist að afgreiða fyrir sumarhlé.

Meðal þeirra þingmála má nefna: þróunarsamvinnufrumvarp utanríkisráðherra, skipulagsfrumvarp umhverfisráðherra og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum.