Aðgengi ríkissjóðs Portúgals að alþjóðlegum lánamörkuðum er gott þrátt fyrir vanda evrusvæðisins og trú fjárfesta á aðgerðum stjórnvalda hefur aukist á síðustu vikum.

Þetta segir José Sócrates, forsætisráðherra Portúgals, í viðtali við Financial Times. Hann sagði stjórnvöld geri nú hvað þau geta í baráttu landsins við skuldir, meðal annars með því að draga hratt úr halla ríkisins.

Í frétt Financial Times segir að forsætisráðherrann beini orðum sínum einkum til taugaóstyrkra fjárfesta. Margir telja að Portúgal verði næsta ríki Evrópu sem leita þarf eftir fjárhagsaðstoð, líkt og Grikkir og Írar hafa nú gert. Efast er um að Portúgal geti staðið við gjalddaga sem er um mitt næsta ár. Þá þarf ríkissjóður að greiða um 20 milljarða evra. Sócrates telur þó að ríkissjóður geti auðveldlega sér fjármagns á markaði og staðið við skuldbindingar.