Bretland mun geta viðhaldið lágri verðbólgu á næstu tveimur áratugum ef áfram verður fylgt efnahagsstefnu Verkamannaflokksins á síðustu tíu árum, segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Ummæli Brown koma í kjölfar þess að Alan Greenspen, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varaði við því í síðustu viku að verðbólga gæti aukist verulega á Bretlandi á næstu árum. Frá því að Englandsbanki hlaut sjálfstæði árið 1997 hefur verðbólga haldist mjög lág í landinu í sögulegu samhengi.