Forsætisráðherra Íslands hefur ákveðið að skipa nefnd sem á að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjunum, segir í fréttatilkynningu.

Nefndinni er ætlað að skila tillögum fyrir mitt ár 2006 þannig unnt verði að undirbúa hugsanlegar lagabreytingar til framlagningar á Alþingi næsta haust.