Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra velti því upp hvort ekki skuli setja reglur um lántökur sveitarfélaga í erlendri mynt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem nú stendur yfir. ,, Eins og við höfum öll séð getur 45%  skuldsetning sveitarfélaga í erlendri mynt verið stórvarasöm, amk á meðan við nýtum krónuna sem gjaldmiðil. Skortur á samráði á þessu sviði er talinn til veikleika í okkar hagkerfi sem við þurfum að taka á," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði að veikleikinn er einkum talinn felast í því að rúmar heimildir eru hjá sveitarfélögum til lántöku og skuldsetningar, og að krafan um hallalausan rekstur er mjög veik. ,,Það verður ekki hjá því komist að gera einhverjar breytingar hvað þetta varðar,” sagði Jóhanna