Forstjóraskipti hjá flugfélaginu British Airways voru tilkynnt fyrr í dag þar sem forstjóra Aer Lingus, Sean Doyle er skipt út fyrir Alex Cruz sem hefur stýrt félaginu frá árinu 2016. Félagið hefur ákveðið að segja upp 13 þúsund starfsmönnum vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum.

Sjá einnig: Listaverk British Airways til sölu

Ákvörðunin kemur frá stjórn IAG, móðurfélags British Airways, en Luis Gallego hefur nýlega verið ráðinn forstjóri IAG. Sagt er frá því í frétt BBC um málið að forstjóraskiptin séu eitt af fyrstu stóru ákvörðunum Gallego en ekki er skýrlega greint frá ástæðunni.

Sjá einnig: Flugmenn British Airways í verkfall