Steve Ballmer, fráfarandi forstjóri Microsoft, fær lægri laun í ár en í fyrra. Ástæðan eru dræmar viðtökur við nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og léleg sala á spjaldtölvunni Surface. Þetta er annað árið í röð sem greiðslur til Ballmer eru lækkaðar. Stutt er síðan Ballmer greindi frá því að hann ætli að stíga úr forstjórastólnum innan næstu tólf mánaða.

Heildargreiðslur til Ballmer munu nema rétt rúmum 1,2 milljónum dala í ár. Þar af eru laun hans 697 þúsund dalir og bónusgreiðslur upp á hálfa milljón, samkvæmt umfjöllun netmiðilsins Register . Í fyrra námu bónusgreiðslur hans 686.500 dölum og bættust þær við 682 þúsund dala launagreiðslur. Heildargreiðslur til hans námu því rétt tæpum 1,4 milljónum dala.

Microsoft seldi 100 milljón leyfi fyrir stýrikerfið Windows 8 sem kom niður á þeirri deild Microsoft sem bjó til stýrikerfið. Þá var Microsoft að lækka verðið á Surface-spjaldtölvunum í því augnamiði að auka sölu þeirra.