UN Women hefur sett á laggirnar ráðgefandi ráð skipað forstjórum leiðandi fyrirtækja í alþjóðlegu viðskiptalífi (UN Women Private Sector Leadership Advisory Council). Markmið ráðsins er að stuðla að auknu jafnrétti og valdeflingu kvenna í heiminum.

Fram kemur í tilkynningu frá UN Women að ráðið var kynnt á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Þar bauð Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, stofnaðila ráðsins velkomna. Undir forystu hennar mun ráðið vinna að eftirfarandi markmiðum: stuðla á markvissan hátt að efnahagslegri valdeflingu kvenna, vinna að því að binda endi á kynbundið ofbeldi ásamt því að vinna að fjáröflun fyrir UN Women.

Haft er eftir Ngcuk að markmið nefndarinnar sé að flýta fyrir efnahagslegum og félagslegum framförum kvenna og stúlkna um heim allan. „Með því að sameina krafta okkar og þekkingu, tengslanet og úrræði þá munum við ná frekari árangri,“ sagði hún.

Ráðið er sett á laggirnar rétt í tíma fyrir 20 ára afmæli alþjóðlegu kvennaráðstefnunnar sem haldin var í Peking og bar nafnið: Valdefling kvenna- Valdefling mannkyns.”

Ráðgjafaráð UN Women er skipað eftirfarandi forstjórum :

  • Jean-Paul Agon: Stjórnarformaður og forstjóri L’Oréal
  • Dominic Barton: forstjóri McKinsey & Company
  • Lloyd C.  Blankfein: Stjórnarformaður og forstjóri Goldman Sachs Group, Inc.
  • Maureen Chiquet: Aðalforstjóri Chanel
  • Mark Cutifani: Forstjóri Anglo American
  • Rick Goings: Stjórnarformaður og forstjóri Tupperware Brands Corporation
  • Christopher Graves: Aðalforstjóri Ogilvy Public Relations
  • Sally Kennedy:Forstjóri Publicis Dallas
  • Muhtar Kent: Stjórnarformaður og forstjóri The Coca-Cola Company
  • Paul Polman: Forstjóri Unilever