Samkvæmt nýrri könnun breska blaðsins The Sunday Telegraph voru aðeins átta forstjórar, á meðal þeirra fyrirtækja sem eiga aðild að FTSE 100 hlutabréfavísitölunni í Lundúnum, sem segja má að hafi hagnast á hlutabréfaeign sinni árið 2008.

Þar á meðal eru þeir including David Brennan hjá AstraZeneca; Bill Coley hjá British Energy; Richard Cousins hjá Compass Group; Paul Pindar hjá Capita Group og Andrew Witty hjá GlaxoSmithKline.

Þá kemur fram í könnun blaðsins að forstjórar innan FTSE 100 vísitölunnar hafi árið 2008 sé verðmæti sín rýrna að meðaltali um rúm 11 milljón Sterlingspund á mann sem telji samtals til um tæpa 3 milljarða punda.

Að mati blaðsins hefur Micky Arison, forstjóri ferðaskrifstofunnar Carnival (sem sérhæfir sig í skemmtisiglingum) tapað mestu allra forstjóra en hlutabréfaeign hans er sögð hafa rýrnað um 1,26 milljarð punda.