Bandarísk fyrirtæki greiða forstjórum sínum allt að tíu sinnum hærri laun en aðstoðarforstjórum samkvæmt könnun sem Financial Times lét taka saman. Forstjórar S&P 500 félaga voru á síðasta ári með að jafnaði tvöfalt hærri laun en launahæstu framkvæmdastjórar félaganna. Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) er talið hafa beðið fjölda fyrirtækja um útskýringar á launamun milli æðstu stjórnenda fyrirtækja. Greint var frá þessu í hálf fimm fréttum Kaupþings.