Hermann Guðmundsson forstjóri olíuverslunarinnar N1 og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, voru með sambærileg laun á síðasta ári. Stjórn N1 sagði Hermanni upp í gærmorgun og tilkynnti í kjölfarið að Eggert hafi verið ráðinn til að setjast í stól hans. Hermann hætti störfum samstundis og dreif sig í golf eins og fram kom í Viðskiptablaðinu . Eggert tekur við starfinu í september og verður N1 því forstjóralaust fyrirtæki í nokkrar vikur.

Hermann var með rétt rúmar 33,5 milljónir króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins. Það gera tæpar 2,8 milljónir króna á mánuði.

Eggert var með 30,1 milljón krónur í árslaun í fyrra, rétt tæpar 2,6 milljónir króna á mánuði. Laun hans eru gefin upp í evrum í ársreikningi HB Granda og miðast þau við meðalgengi síðasta árs, 160,9 krónur á evruna.