Þau Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, voru samanlagt með rétt rúmar 72,5 milljónir króna í árslaun í fyrra eða sem nemur 39 milljónum króna hvort að meðaltali í fyrra. Þetta gera að jafnaði 3,3 milljónir króna í mánaðarlaun.

Fram kemur í uppgjöri TM að Sigurður var með 41,5 milljónir króna í árslaun í fyrra eða sem nam rúmum 3,4 milljónum króna á mánuði. Til samanburðar var hann með rétt rúmar 35,7 milljónir króna í árslaun árið 2012. Laun hans hækkuðu því um 16% á milli ára.

Sigrún Ragna var með rúmar 37,7 milljónir króna í árslaun í fyrra eða sem nemur rúma 3,1 milljón króna á mánuði, samkvæmt því sem fram kemur í uppgjöri VÍS . Árið 2012 námu árslaun hennar tæpum 38 milljónum króna og lækkuðu því laun hennar um 0,6% á milli ára. Sérstök álagsgreiðsla sem Sigrún fékk í fyrra vegna skráningar VÍS á markað í fyrra hífir heildarlaun Sigrúnar upp í 42,3 milljónir króna. Álagsgreiðslan nam 4,6 milljónum króna.