Sheri McCoy hefur tekið við sem forstjóri bandaríska snyrtivöruframleiðandans Avon. Forveri hennar, Andrea Jung, sem vermt hefur bæði vermt stól forstjóra og stjórnarformanns hjá Avon í þrettán ár. Kraftur var settur í leit að eftirmanni hennar fyrir um fjórum mánuðum síðan.

Í netútgáfu breska viðskiptablaðsins Financial Times í dag segir að það sem ekki skipti minna máli við ráðningu McCoy er að hún er talin líkleg til að standa vörð um reksturinn og koma í veg fyrir fjandsamlega yfirtöku franska ilmvatnsframleiðandans  Coty á Avon.

Stjórnendur Coty lögðu fram yfirtökutilboð á 10 milljarða dala í Avon í síðustu viku. Hluthafar Avon töldu það hins vegar ekki nógu hátt og vísuðu því út af borðinu.