Ingimar Jónsson, einn eigenda Pennans, hefur tekið við forstjórastarfi fyrirtækisins af Jóhönnu Waagfjörð, sem hætti í síðustu viku. Ingimar keypti rekstur Pennans í sumar ásamt þeim Stefáni D. Franklín, endurskoðanda, og Ólafi Stefánsi Sveinssyni. Ráðgjafi þremenninganna var Gunnar Dungal, eigandi Pennans á árum áður.

Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, átti fyrirtækið áður. Arion banki tók félagið yfir fyrir þremur árum vegna milljarðaskulda fyrri eigenda sem keyptu reksturinn af Gunnari árið 2005.

Þremenningarnir hafa allir tengsl við Gunnar Dungal, fyrrverandi eiganda Pennans. Ingimar var fjármálastjóri Pennans þegar Gunnar átti fyrirtækið og var Stefán endurskoðandi þess á sama tíma.