Claudio Albrecht, forstjóri Actavis,verður starfandi stjórnarformaður. Í tilkynningu Björgólfs Thor Björgólfssonar í gær kom fram að endurskipulagningu félagsins er lokið. Hann mun áfram sitja í stjórn félagsins.

„Þar sem endurfjármögnuninni er lokið er Actavis nú í styrkri stöðu til að vinna samkvæmt stefnu félagsins að framtíðarvexti þess. Þetta þýðir meiri stöðugleika og betri tækifæri fyrir starfsfólk Actavis, bæði á Íslandi og annarsstaðar í veröldinni," segir Claudio Albrecht í fréttatilkynningu frá Actavis.

Þar segir að gert sé ráð fyrir að endurfjármögnun verði formlega lokið á næstu mánuðum, að uppfylltum venjubundnum skilyrðum.