Móðurfélag Airbus, EADS, hefur tekið við afsögn Christian Streiff, forstjóra Airbus, segir í frétt Dow Jones.

Streiff hafði gefið til kynna að hann myndi segja af sér fengi hann ekki það vald og umboð sem hann þarfnaðist til að snúa rekstri fyrirtækisins við, en Airbus hefur átt í gríðarlegum vandræðum í kjölfar tafa á afhendingu á nýjum A380 ofurþotum. Þegar það kom í ljós var forstjóra félagsins sagt upp og Streiff ráðinn í staðinn, en hann hefur aðeins setið í forstjórastólnum í þrjá mánuði.

Búist er við að EADS muni tilkynna að Louis Gallois muni taka við af Streiss, en Gallois er einn tveggja stjórnenda EADS, segir í fréttinni.