Robert Zoellick, forstjóri Alþjóðabankans, ætlar að segja starfi sínu lausu í lok júní. Hann greindi stjórn bankans frá ákvörðun sinni í dag.

Zoellick er 58 ára og gegndi hárri stöðu hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Goldman Sachs auk þess að gegna ýmsum opinberum embættum. Á m.a. starfa var hann aðstoðarforstjóri hálfopinbera fasteignalánarisans Fannie Mae á árunum 1993 til 1997. Þegar Zoellick hættir hefur hann gegnt starfi forstjóra Alþjóðabankans í fimm ár. Forveri hans var Paul Wolfowitz.

Alþjóðabankinn var settur á laggirnar árið 1946 og hefur Bandaríkjamaður vermt forstjórastólinn frá upphafi á sama tima og forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ávallt verið frá Evrópu. Zoellick er ellefti forstjóri Alþjóðabankans.