Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri netverslunarinnar Amazon.com ákvað um helgina að kaupa dagblaðið The Washington Post.

Bezos greiðir 250 milljónir dala fyrir blaðið, eða tæpa 30 milljarða íslenskra króna. Hann segir að blaðið verði ekki rekið sem hluti af Amazon.com.

Bezos sagði í bréfi sem hann sendi starfsmönnum Washington Post í gær að gildi blaðsins þyrftu ekki að breytast.

Á vef USA Today má lesa meira um kaupin.