Jeff Bezos, forstjóri Amazon, vísar ásökunum um fyrirtækið sem birtust í New York Times um helgina á bug. New York Times birti afar langa grein um vinnuaðstæður hjá netrisanum og sagði aðstæður starfsfólks vegar skelfilegar.

Þar er talað um „lýjandi vinnustað“ þar sem starfsmenn þurfa að vinna langa vinnudaga og undir gríðarlegri pressu. Þar er meðal annars rætt við Bo Olson, sem entist minna en tvö ár hjá fyrirtækinu og sagðist reglulega hafa séð fólk gráta á skrifstofunni. Annar starfsmaður sagðist hafa séð nánast hvern einasta samstarfsfélaga gráta við skrifborðið sitt.

Bezos hefur nú svarað fréttinni með bréfi sem hann sendi til starfsmanna sinna. Hann sagði þar m.a.: „Ég þekki ekki þessa hlið Amazon og vona innilega að þið gerið það ekki heldur. Ég held að ekkert fyrirtæki sem beitti þessari nálgun sem lýst er í greininni myndi ná árangri, hvað þá standa sig frábærlega, í þeirri samkeppni sem nú ríkir á tæknimarkaðnum.“

„Ég trúi því innilega að hver sá sem myndi vinna hjá fyrirtæki sem er raunverulega eins og það sem lýst var í greininni væri brjálaður að vera þar áfram. Ég veit að ég myndi yfirgefa slíkt fyrirtæki.“

Bréf hans má lesa í heild sinni með því að smella hér .