Forstjóri og stofnandi Amazon.com er forstjóri ársins samkvæmt MarketWatch.com, sem er hluti af sama fjölmiðlaveldi og Wall Street Journal. Í umsögn kemur fram að forstjórinn Jeff Bezos, 48 ára, hafi keyrt í gegnum árið með háleitar hugmyndir sem hafi sett Amazon í fremstu röð fyrirtækja sem há harða baráttu í starfræna hagkerfinu. Eru fyrirtæki á borð við Apple, Google og Facebook nefnd í því samhengi.

Hæst ber hvernig Amazon hefur náð að tengjast aftur notendum sínum með nýrri spjaldtölvu, Kindle Fire. Sala í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafi gengið vel; bækur séu nú góð söluvara aftur. Þetta hafi skapað atvinnu fyrir fjölda fólks og arð fyrir langtímafjárfesta.

Gengi Amazon hafði hækkað um 40% í október á árinu 2011 en lækkaði aftur og endaði í 4%. Það sé samt árangur að halda sig í harðri baráttu við önnur fyrirtæki sem keppa við fyrirtækið með einum eða öðrum hætti.

Steve Jobs var forstjóri ársins í fyrra samkvæmt MarketWatch.com.