Tim Cook, forstjóri Apple, er þessa dagana staddur í Kína þar sem hann fundar með kínverskum yfirvöldum og viðskiptafélögum Apple. Þetta er önnur heimsókn Cook til Kína á innan við ári.

Kína er næst stærsti markaður Apple og sá sem vex hvað hraðast. Þetta kemur fram á vef Reuters í dag. Í síðasta mánuði seldi Apple á aðeins þremur dögum yfir tvær milljónir af snjallsímanum iPhone 5s þar í landi. Það voru bestu viðtökur sem síminn hefur fengið við upphaf sölu í nokkru landi. Um 15% af árstekjum Apple koma nú frá Kína.