Forstjóri Apple fær aðeins 1,1% af launum og hlunndinum ársins 2011, í ár. Launin teljast þó vart léleg í ár, eru 4,2 milljónir dala eða um 550 milljóna króna.

Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal, en blaðið byggir umfjöllun sína á upplýsingum sem Apple er skylt að senda Bandaríska fjármálaeftirlitinu.

Munurinn skýrist aðallega af því að Cook fékk eina milljón hluta í Apple sem eingreiðslu á gengi þess tíma.

Gengi hlutabréfa Apple hefur hækkað um 26% í ár, þrátt fyrir miklar verðlækkanir undanfarið. Til að mynda hefur gengi félagsins lækkað um 24,7% síðustu þrjá mánuði.