Tim Cook, forstjóri Apple, fær bónusgreiðslu að fjárhæð 378 milljónir Bandaríkjadala fyrir rekstur síðasta árs. Upphæðin er að mestu í formi hlutafjár í félaginu, sem er bundin sölukvöðum. Cook mun geta selt hlutabréfin á næsta áratug. Upphæð heildarpakkans jafngildir í dag um 47 milljörðum króna. Bloomberg greinir frá í dag.

Laun Cook á síðasta ári námu 900 þúsund dollurum, eða um 112 milljónir króna á núverandi gengi. Í tilkynningu til hluthafa segir stjórn Apple að með þessu vilji hún koma í veg fyrir að Cook sæki á önnur mið.