Um 100 verkfræðingar hjá Apple vinna að hönnun smárútu. Wall Street Journal greinir frá þessu á vef sínum.

Verkefnið nefnist Titan og Tim Cook forstjóri Apple samþykkt að ráðast í það fyrir um ári síðan. Að sögn Wall Street Journal hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun hvort af bílaframleiðslunni verður.

Stjórnendur Apple og Tesla áttu fund um svipað leyti. Bandarísk viðskiptablöð segja að orðrómur sé um að Apple hafi vilja kaupa Tesla, en Elon Musk forstjóri Tesla vill ekki tjá sig um það en staðfestir fundahöldin með Apple

Dýr stofnkostnaður

Bílaverksmiðja með öllum tilheyrandi búnaði kostar um 1 milljarð Bandaríkjadala, um 130 milljarða króna. Það er ekki vandamál fyrir Apple, sem á um 142 milljarða dala í lausafé.

Apple hefur einnig skoðað þann kost að fá sjálfstæða bílaverksmiðju í verkið.  Meðal þeirra sem hefur verið rætt við er Magna Steyr í Graz í Austurríki. Sú verksmiðja er einna þekktust fyrir að framleiða Mercedes-Benz G jeppann. Verksmiðjan framleiðir einnig fyrir Mini og Peutgeot.