Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, var með 20 milljónir króna í laun og hlunnindi á síðasta ári. Laun hennar lækkuðu um rétt um 2,9% á milli ára. Þetta jafngildir því að laun Kristínar hafi numið tæpum 1,7 milljónum króna á mánuði.

Halla Tómasdóttir, sem var stjórnarformaður Auðar Capital í fyrra var með álíka há laun og Kristín, 19.999.000 krónur á móti 20.008.000 króna Kristínar. Laun Höllu lækkuðu jafnframt um 2,9% á milli ára.

Þetta kemur fram í uppgjöri Auðar Capital fyrir síðasta ári.

Fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins að launagreiðslur hafi í heildina numið 364,1 milljón króna í fyrra sem er tæp 11% hækkun á milli ára.