Rupert Stadler, forstjóri bílaframleiðandans Audi, hefur verið handtekinn. Talsmaður Volkswagen, sem er móðurfélag Audi, staðfesti að Stadler hafi verið handtekinn í morgun. Að hans sögn eru yfirheyrslur í gangi og að þeim loknum mun skýrast hvort Stadler verði haldið áfram í varðhaldi. Frá þessu er greint á vef BBC .

Rétt eins og móðurfélag sitt, hefur Audi verið flækt í svikamál, sem fólst í því að hugbúnaður sem mældi útblástur í nokkrum gerðum af diesel bílum félagsins gaf upp rangar upplýsingar. Ætla má að þessi handtaka tengist þessu máli.