Áform bílaleigunnar Avis um að hrinda úr vör bílaleigunni Snattbílar , þar sem leigjendur geta leigt bíla til afnota klukkutíma í senn, eru í uppnámi samkvæmt Hjálmari Péturssyni, forstjóra félagsins. Ástæðan er sú að ágreiningur er uppi um hver sé rétthafi vörumerkisins Snattbílar. Avis hefur merkt bíla og útbúið markaðsefni undir merkjum Snattbíla, en mögulega þarf að hætta við notkun vörumerkisins.

Óvíst hvort greiðsla barst

Avis sótti um skráningu Snattbíla hjá Einkaleyfastofu 17. apríl síðastliðinn. Hinn 13. maí síðastliðinn sótti Kári Sighvatsson, sem er ótengdur Avis, um skráningu sama vörumerkis.

Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofu veitir eldri umsókn um sama vörumerki almennt betri rétt. Í reglugerð um einkaleyfi er hins vegar áskilið að greiða þurfi umsóknargjald innan mánaðar frá því að umsögn var lögð inn, til þess að hún sé ekki háð ágöllum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér í fyrramálið. Meðal annars efnis í blaðinu:

  • Ríkið þarf að endurgreiða sex milljarða
  • Aukinn áhugi á góðum stjórnarháttum
  • Landsbankinn hækkar vexti
  • Hærri sektir fyrir brot á fjármálamarkaði
  • Ný hlutabréfavísitala mælir seljanleika bréfa
  • Swift þróar kerfi vegna aðgerða gegn fjármálaglæpum
  • Samkeppnishæfi Íslands batnar
  • Áfram Trukk í fasteignum
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já í ítarilegu viðtali
  • Óðinn fjallar um stórframkvæmdir
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um drög að nýjum kjarasamningi