Miklir erfiðleikar hafa verið í rekstri danska hljómtækja og sjónvarpsframleiðandans Bang & Olufsen undanfarin misseri.  Stjórn félagsins ákvað nú í morgun að segja upp Kalle Hvidt Nielsen forstjóra félagsins. Þetta kemur fram á Börsen.

Þegar hefur verið tilkynnt um eftirmann Nielsen en hann heitir Tue Mantoni, er 35 ára gamall og er fyrrverandi forstjóri Triumph mótorhjólaframleiðandans. Triumph hefur margfaldað sölu sína síðustu átta árin.

Hlutabréf í B&O hafa lækkað um 80% síðustu fjögur árin, úr 361 í 69 dkr. Sérfræðingar telja forstjóraskiptin jákvæð og hafa hlutabréfin í félaginu hækkað um tæp þrjú prósent það sem af er degi.

Fjárfestingafélagið FL Group (nú Stoðir) átti 10,4% hlut í B&O fram til apríl 2007.

Tue Mantoni
Tue Mantoni
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)