Janus Petersen, forstjóri færeyska bankans BankNordik, hefur verið rekinn eftir tíu ár í starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Árni Ellefsen, sem starfað hefur sem fjármálastjóri bankans, tekur við sem forstjóri. Bankinn segir breytingarnar lið í endurskipulagningu bankans.

BankNordik er stærsti banki Færeyja og hefur jafnframt 20% markaðshlutdeild í Grænlandi. Bankinn er skráður á markað hér á landi og á meðal annars allt hlutafé í tryggingafélaginu Verði, sem hann reynir nú að selja.