Forstjóri breska bankans Barclays, Bon Diamond fékk um 21 milljón punda eða um 3,1 milljarð íslenskra króna í laun og launatengdar greiðslur á á síðasta ári þrátt fyrir minnkandi hagnað.

Inn í þeirri tölu eru laun upp á 250 þúsund pund, hlutabréf fyrir 14,4 milljón pund og bónusar upp á 6,5 milljón pund.

Hinn 56 ára gamli Diamond fékk um 22 milljón punda árið 2006 sem gerði hann að tekjumesta forstjóra í FTSE 100 vísitölunni í Lundúnum.

Hann er nú forstjóri móðurfélags Barclays auk þess að stýra fjárfestingasviði bankans.

Á síðasta ári minnkaði hagnaður Barclays um 1% vegna óróleika á fjármálamörkuðum að því er BBC greinir frá og var 7,8 milljarður punda.

Mesti hagnaður Barclays kom þó frá Barclays Capital en það er það svið sem Diamond er ábyrgur fyrir.