Forstjóri bókaverslanakeðjunnar Barnes & Noble, William Lynch, hefur sagt upp störfum vegna afleitrar afkomu fyrirtækisins. Ákvörðun hans var tekin aðeins nokkrum dögum eftir að fyrirtækið greindi frá því að sala á Nook lesbrettum hefði dregist saman um 34% á fjórða ársfjórðungi samanborið við sama tímabil ári fyrr.

Tap B&N á tímabilinu nam 118,6 milljónum dala, andvirði um 15 milljarða króna, og var um tvöfalt meira en á sama tímabili árið áður.

Nook lesbrettið var sett á markað en B&N hefur aldrei tekist að slá við Kindle lesbrettum Amazon á hinum vaxandi rafbókamarkaði. Lynch lék mikilvægt hlutverk í því að gera Nook að hornsteini í rekstri B&N og í frétt BBC segir að afsögn hans sé merki um að fyrirtækið ætli að reyna að draga úr mikilvægi lesbrettisins í starfsemi þess í framtíðinni.