Harald Krüger, nýr forstjóri þýska bílaframleiðandans BMW, kom í fyrsta sinn fram opinberlega fyrir hönd fyrirtækisins á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfurt í Þýskalandi. Það heppnaðist þó ekki betur en svo að forstjórinn féll í yfirlið á sviðinu.

Krüger hafði verið á sviðinu í fimm mínútur þegar hann féll í yfirlið. Var honum þá hjálpað aftur á lappir af tveimur aðstoðarmönnum sem leiddu hann brott af sviðinu. Í tilkynningu frá BMW segir að forstjóranum hafi svimað við ræðuhöldin, en hann sé þrátt fyrir það í góðu ástandi. Aftur á móti er ekki búist við því að hann snúi aftur til sýningarinnar.

Bílasýningin í Frankfurt, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heimi, hefst í dag og mun standa yfir til 27. september næstkomandi. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 1897 og er þetta því 118. skiptið sem sýningin fer fram.

Myndband af atvikinu: