David Calhoun, forstjóri Boeing, lét eftir sig hafa að miklar líkur væru á gjaldþroti stórs bandarísks flugfélags vegna heimsfaraldursins en tók ekki fram neitt tiltekið félag. Ummæli Calhoun vöktu reiði stjórnenda stærstu flugfélaga Bandaríkjamarkaðs sem eru jafnframt helstu viðskiptavinir Boeing.

Calhoun, sem tók við af Dennis Muilenburg í janúar síðastliðnum, spáði því að flugumferð mun ekki ná 25% af fyrra stigi fyrir september næstkomandi og mögulega ekki 50% fyrir lok ársins í sama viðtali við NBC á þriðjudaginn síðasta. Hann reiknar einnig með að umferðin nái ekki sömu hæðum og árið 2019 á næstu þremur árum.

Doug Parker, forstjóri American Airlines, kvaðst vera hissa og ósáttur í símtali við Calhoun samkvæmt heimildum WSJ. Ummæli forstjóra Boeing féllu heldur ekki vel ofan í stjórnendur United Airlines og furðuðu margir leiðtogar flugiðnaðarins á tilgangi ummælanna.

Einn af æðstu stjórnendum Boeing sagði viðbrögðin við viðtali Calhoun hafa verið af öllum toga, margir voru ósáttir en aðrir kunnu að meta blákalt mat forstjórans. „Hann er náttúrulega opinskár“ var haft eftir stjórnandanum í grein WSJ.