Bob Dudley, forstjóri olíurisans BP, segir áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu haldist lágt næstu árin. BBC News greinir frá þessu.

Dudley segir að olíuverðið geti haldist lágt næstu þrjú árin. Ef litið er til sögunnar sé alltaf von á sveiflum í olíuverði og stundum hafi miklar verðlækkanir varað í nokkur ár í senn.

„Við þurfum að skipuleggja okkur í kringum þetta lága verð og við vitum ekki hvað það mun vara lengi. Örugglega í eitt ár, en ég hugsa tvö ár eða mögulega þrjú,“ segir Dudley.