Æ fleiri flugfélög munu verða gjaldþrota í heiminum í ár sökum hækkandi eldsneytisverðs. Farþegum hefur fækkað undanfarið og kostnaður hefur rokið upp.

Þetta er mat Willie Wals, forstjóra British Airways. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Kringum 25 flugfélög hafa farið á hausinn undanfarið í Bretlandi og má það m.a. rekja til núverandi niðursveiflu.

Fréttavefur Guardian greinir frá þessu.

Wals kallar á viðbrögð og að menn vinni að því að lækka olíuverð. British Airways hafa gert áætlanir sem miða við að olíuverð hækki enn frekar.