Forstjóri franska bankans Caisse d´Epaergne hefur sagt af sér eftir að upp komst um 600 milljóna evra tap bankans í afleiðuviðskiptum, en bankinn lýsti atburðinum sem „óhappi“ (e. trading incident).

Charles Milhaud, sem sagði af sér, segist taka fulla ábyrgð á því að peningarnir töpuðust og ekki er búist við að hann fái starfslokasamning, samkvæmt frétt BBC.

Upp komst um tapið þegar upp komu fyrirætlanir um að sameina bankann við annan banka, Banque Pupulaire.

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hefur sagt tap Caisse d´Epargne vera „óásættanlegt“. Atvikið minnir menn á 4,9 milljarða evra tap Societe Generale vegna áhættufjárfestinga Jerome Kerviel.