„Mesta athyglin er á framtíð Helguvíkurverkefnisins,“ er haft eftir Logan W. Kruger, forstjóra Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, í tilkynningu með árshlutauppgjöri þess. Þar er einnig haft eftir honum að verkefnið sé að öllu leyti á heimsklassa og muni skila hluthöfum Century góðum arði til lengri tíma litið. „Okkur er að verða ágengt við að endurræsa miklar byggingaframkvæmdir  eins fljótt og það er raunhæft og samræmist kröfum okkar um að verja fjárhagsstöðu fyrirtækisins,“ er haft eftir Kruger.

Í tilkynningunni kemur fram að Century Aluminum Company tapaði 33,9 milljónum dala á öðrum ársfjórðungi. Á sama fjórðungi í fyrra tapaði félagið 3,5 milljónum dala.