Michael Bless, forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, segist vera bjartsýnn á að ný ríkisstjórn hér á landi muni tryggja það að framkvæmdir geti hafist að nýju við álver í Helguvík.

Í tilkynningu með ársfjórðungsuppgjöri Century segir hann að það eina sem standi í veginum fyrir nýju álveri í Helguvík sé aðgengi að nægu rafmagni og trygging fyrir því að hægt sé að flytja það í álverið.

Viðsnúningur varð í rekstri Century á þessum fjórðungi frá sama tímabili í fyrra, en hagnaðurinn nam 8,3 milljónum dala í ár, en í fyrra var 4,4 milljóna dala tap á rekstrinum.