Forstjóri Citigroup bankans, Charles Prince sagði starfi sínu lausu í gær eins og búist var við. Á stjórnarfundi sem haldinn var á sunnudag og stóð lengi yfir ákvað stjórn bankans einnig að afskrifa um 6,5 milljarð bandaríkjadala sem tapast hefur að undanförnu sökum vanda á bandarískum húsnæðislánamarkaði.

Robert E. Rubin fyrrverandi fjármálaráðherra verður stjórnarformaður bankans en Win Bischoff, stjórnarformaður starfsemi Citi í Evrópu, mun gegna starfi forstjóra fyrst um sinn, að því er fram kemur í WSJ.

Hjá Citigroup starfa 327 þúsund manns og er bankinn er með skrifstofur í um 100 löndum.